Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kante meiddur út febrúar - Gæti farið frítt næsta sumar

N'Golo Kante hefur verið að glíma við mikið af meiðslum á undanförnum árum og hefur þessi leiktíð verið sú versta hingað til. 


Kante er lykilmaður í liði Chelsea en hefur ekki náð að spila heilt tímabil án meiðsla síðan fyrir fjórum árum.

Kante er meiddur sem stendur og hefur aðeins spilað tvo úrvalsdeildarleiki það sem af er tímabils. Graham Potter, stjóri Chelsea, staðfesti í viðtali í dag að Kante verður líklega frá keppni allt þar til í mars.

Fabrizio Romano greinir þá frá því að Kante muni yfirgefa Chelsea á frjálsri sölu næsta sumar.

Kante, sem varð heimsmeistari með Frakklandi 2018, verður 32 ára í lok mars.


Athugasemdir
banner
banner