Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, neitaði að tala við BBC Radio Five eftir 3-2 tap liðsins við Manchester City í enska deildabikarnum í gær og hafði hann ástæðu til.
Fréttakona BBC mætti á leikinn og vildi ræða við Klopp um úrslit leiksins og margt annað.
Klopp horfði á konuna og sá að ekki var allt með felldu. Hann spurði hana hvort hún væri kvefuð en hún viðurkenndi þá að það væri aðeins alvarlega en það.
Greindi hún frá því að hún væri með sýkingu í brjósti og væri á sýklalyfjum og bjóst sennilega við samúð frá þýska stjóranum, en það var ekkert slíkt í boði.
„Þú verður að fyrirgefa en þá vil ég ekki vera hérna. Þú átt að vera með grímu. Fyrirgefðu, en þetta er ekki fagmannlegt,“ sagði Klopp við hana og talaði um að hann þyrfti að hugsa um þjálfara, leikmenn og starfsfólk til að vernda þá frá því að veikjast.
Get a load of this from Klopp pic.twitter.com/FOlvJPFse8
— Richard (@gamray) December 22, 2022
Athugasemdir