Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Laporta: Hef aldrei viljað selja Frenkie

Joan Laporta, forseti Barcelona, er ófeiminn við að tjá sig við fjölmiðla og svaraði hann kost á sér í stutt viðtal í dag.


Þar talaði hann meðal annars um framtíð Franck Kessie, Hector Bellerin, Frenkie de Jong og Sergio Busquets.

„Við erum núna sannfærðir um að Kessie og Bellerin geti leikið hlutverk fyrir okkur á seinni hluta tímabils," sagði Laporta þegar hann var spurður hvort þessir tveir nýir leikmenn félagsins yrðu látnir fara á tímabilinu.

Næst var hann spurður út í Frenkie de Jong sem hefur verið gríðarlega umtalaður síðustu mánuði eftir að bæði Chelsea og Manchester United reyndu að kaupa hann síðasta sumar. Laporta hefur verið sakaður um að reyna að bola De Jong í burtu frá félaginu en gefur lítið fyrir þær ásakanir.

„Ég hef aldrei viljað selja Frenkie de Jong. Hann er mikilvægur partur af liðinu og hentar fullkomlega fyrir okkar leikstíl. Við munum líklega ekki kaupa neitt í janúar því við unnum okkar vinnu vel síðasta sumar og það ætti að nægja."

Að lokum var hann spurður út í miðjumanninn Sergio Busquets sem hefur verið orðaður við félagsskipti til Inter Miami í Bandaríkjunum núna í janúar.

„Xavi treystir á Sergio og hefur miklar mætur á honum. Við vonumst til að halda honum í janúar en hann fær að ráða þessu sjálfur. Við vitum af áhuga frá MLS en þetta er ákvörðun sem Sergio þarf að taka sjálfur."


Athugasemdir
banner
banner