Heitasta ósk Joan Laporta, forseta Barcelona, er að fá Lionel Messi aftur til félagsins frá Paris Saint-Germain. Argentínumaðurinn verður samningslaus eftir tímabilið.
Messi yfirgaf Barcelona á síðasta ári og gerði tveggja ára samning við Paris Saint-Germain.
Argentínski leikmaðurinn átti erfitt með að kveðja Börsunga, enda bjóst hann alls ekki við því. Félagið hafði ekki efni á því að halda honum og því fór hann.
Messi hefur átt frábært tímabil með PSG en hann hefur ekki enn tekið ákvörðun um framtíð sína. Le Parisien heldur því fram að hann ætli sér að skrifa undir nýjan samning við franska félagið en Laporta vill fá hann aftur heim.
„Það er augljóst að sem forseti Barcelona þá væri ég til í að hann myndi einn daginn snúa aftur til Barcelona. Ég myndi elska það en við verðum að sjá til,“ sagði Laporta.
Athugasemdir