Leeds United þarf að berjast til að halda bakverðinum efnilega Cody Drameh innan sinna raða.
Drameh, sem er 21 árs gamall og á fjóra úrvalsdeildarleiki að baki með Leeds, er eftirsóttur af Newcastle, Borussia Dortmund, Crystal Palace og Bournemouth.
Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds, vill ólmur halda bakverðinum unga og gæti þurft að gefa honum meiri spiltíma til að sannfæra hann um að skrifa undir nýjan samning.
Drameh rennur út á samningi eftir eitt og hálft ár og vill Leeds alls ekki lána leikmanninn út.
Athugasemdir