Azzedine Ounahi, miðjumaður Angers og marokkóska landsliðsins, er gríðarlega eftirsóttur eftir að hafa látið ljós sitt skína á heimsmeistaramótinu.
Það eru tæplega tvö ár síðan Ounahi var á mála hjá Avranches í C-deild franska boltans og nú eru stór félög í Evrópu áhugasöm.
Þar er Napoli helst nefnt til sögunnar. Topplið ítölsku deildarinnar er í leit að miðjumanni til að auka breiddina hjá sér.
„Ég mun velja næsta félag útfrá hver er með besta verkefnið. Ég þarf að hafa trú á verkefninu sem er í gangi til að skrifa undir hjá nýju félagi," sagði Ounahi, sem hefur einnig verið orðaður við Leicester.
Athugasemdir