Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Marciniak svaraði gagnrýni L'Equipe með símanum
Mynd: EPA

Pólski dómarinn Szymon Marciniak fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í úrslitaleik heimsmeistaramótsins þar sem Argentína lagði Frakkland eftir vítaspyrnukeppni.


Hann hefur þó einnig fengið gagnrýni og birti einn af stærstu fjölmiðlum Frakklands, L'Equipe, frétt á dögunum sem lýsti því hvernig þriðja mark Argentínu hafi ekki átt að standa vegna þess að tveir varamenn Argentínu stóðu innan vallar þegar Lionel Messi skoraði.

Marciniak var spurður út í þetta á fréttamannafundi og var fljótur að svara. Hann dró upp símann sinn, fann mynd og sýndi fréttamönnum: „Frakkarnir hafa ekki minnst á þessa mynd, þar sem þú sérð sjö varamenn Frakka inná vellinum þegar Mbappé skorar mark."

Sjá einnig:
L'Equipe segir að þriðja mark Argentínu hafi verið ólöglegt
Pólski dómarinn fær mikið lof
„Ég verð að fara farlega en þið sáuð þetta"


Athugasemdir
banner
banner