
Pólski dómarinn Szymon Marciniak fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í úrslitaleik heimsmeistaramótsins þar sem Argentína lagði Frakkland eftir vítaspyrnukeppni.
Hann hefur þó einnig fengið gagnrýni og birti einn af stærstu fjölmiðlum Frakklands, L'Equipe, frétt á dögunum sem lýsti því hvernig þriðja mark Argentínu hafi ekki átt að standa vegna þess að tveir varamenn Argentínu stóðu innan vallar þegar Lionel Messi skoraði.
Marciniak var spurður út í þetta á fréttamannafundi og var fljótur að svara. Hann dró upp símann sinn, fann mynd og sýndi fréttamönnum: „Frakkarnir hafa ekki minnst á þessa mynd, þar sem þú sérð sjö varamenn Frakka inná vellinum þegar Mbappé skorar mark."
Sjá einnig:
L'Equipe segir að þriðja mark Argentínu hafi verið ólöglegt
Pólski dómarinn fær mikið lof
„Ég verð að fara farlega en þið sáuð þetta"
Szymon Marciniak, the referee for the World Cup Final, has responded to @lequipe’s criticism that Lionel Messi’s second goal shouldn’t have counted:
— Zach Lowy (@ZachLowy) December 23, 2022
"The French didn't mention this photo, where you can see how there are seven Frenchmen on the pitch when Mbappé scores a goal.” pic.twitter.com/MW6y73iiLN