
Argentínski markvörðurinn Emiliano Martínez heldur áfram að móðga frönsku leikmennina en hann segir að Aurélien Tchouameni hafi klúðrað öllu í úrslitaleiknum.
Argentína vann Frakkland eftir vítakeppni, 4-2, í leik þar sem Martínez var óumdeilanlega ein af hetjum argentínska liðsins.
Í vítakeppninni varði Martínez frá Kingsley Coman og síðan þegar Tchouameni gekk í átt að punktinum var voðinn vís.
Martínez tók boltann og labbaði upp að Tchouameni áður en hann kastaði honum frá sér og hreytti einhverjum orðum í franska landsliðsmanninn.
Það tók Tchouameni á taugum sem skaut boltanum framhjá markinu.
Argentínski markvörðurinn er mættur í heimabæinn, Mar del Plata, þar sem 100 þúsund manns fögnuðu honum. Þegar hann var spurður út í augnablikið með Tchouameni þá var Martínez ekki lengi að svara.
„Ég einhvern vegin vissi að þessi strákur væri stressaður eftir að ég varði fyrstu spyrnuna. Ég reyndi að spila á andlegu hlið hans með að kasta boltanum og tala við hann og svo skaut hann framhjá. Hann klúðraði öllu og skeit á sig,“ sagði Martínez við mikinn fögnuð heimamanna.
Franska knattspyrnusambandið hefur þegar kvartað yfir hegðun Martínez í kringum úrslitaleikinn en hann fór mikinn í fögnuði Argentínumanna. Eftir leikinn fór hann inn í klefa og stýrði fögnuðinum þar sem hann söng meðal annars um að Kylian Mbappe væri látinn og því væri best að halda mínútuþögn.
???? "Il s'est fait dessus"
— BFMTV (@BFMTV) December 23, 2022
Après ses attaques envers Kylian Mbappé, Emiliano Martinez se moque d'Aurélien Tchouaméni pic.twitter.com/ahiY7virKx
En Mar del Plata vimos al campeón del mundo y lo disfrutamos de manera ordenada. ???????????????? pic.twitter.com/V8RIGWdtmq
— Alejandro Rabinovich (@arabinovich_ok) December 23, 2022
Athugasemdir