Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Haukur gerir tveggja ára samning við ÍBV
Mynd: ÍBV
Ólafur Haukur Arilíusson, leikmaður ÍBV, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Ólafur er 18 ára gamall og uppalinn hjá ÍA en hann gekk til liðs við ÍBV í apríl.

Það var nóg um að vera hjá honum í sumar en hann spilaði bæði með 2. flokki ÍBV og KFS.

Miðjumaðurinn ungi spilaði 15 leiki og skoraði 1 mark fyrir KFS í 3. deildinni í sumar er liðið hafnaði í 6. sæti.

Í dag skrifaði hann svo undir sinn fyrsta samning við ÍBV og gildir sá samningur til næstu tveggja ára.

Eyjamenn spila áfram í Bestu-deildinni á næsta ári en liðið hafnaði í 9. sæti eftir fyrstu 22 umferðirnar og tryggði sér svo annað sætið í fallriðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner