Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Onana leggur landsliðshanskana á hilluna (Staðfest)
Rigobert Song er þjálfari Kamerún en hann sendi Onana heim af HM
Rigobert Song er þjálfari Kamerún en hann sendi Onana heim af HM
Mynd: EPA
Andre Onana, markvörður Inter á Ítalíu, hefur tekið ákvörðun um að leggja landsliðshanskana á hilluna aðeins 24 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu markvarðarins á samfélagsmiðlum.

Onana, sem er fæddur og uppalinn í Kamerún, fór í gegnum akademíu Samuel Eto'o áður en Barcelona fékk hann í La Masia akademíuna fyrir tólf árum.

Hann náði aldrei að spila leik fyrir aðallið Barcelona og fór hann því til Ajax árið 2015.

Einu ári síðar var hann gerðu að aðalmarkverði hollenska liðsins og varð fljótt með þeim bestu í deildinni. Hann komst í fréttirnar á síðasta ári er hann var dæmdur í tólf mánaða bann fyrir að brjóta reglur lyfjaeftirlitsins, en hann útskýri mál sitt og sagðist óvart hafa tekið lyf þungaðrar eiginkonu sinnar.

Frásögn hann var tekin til greina en bannið þó aðeins stytt um þrjá mánuði. Í sumar gekk hann í raðir Inter og var ljóst að hann yrði aðalmarkvörður kamerúnska landsliðsins á HM.

Hann spilaði fyrsta leikinn gegn Sviss en var síðan ekki valinn í hópinn gegn Serbíu í næsta leik riðlakeppninnar og var síðar greint frá því að hann myndi ekki spila meira á mótinu og var því sendur heim.

Onana telst í dag sem nútímamarkvörður sem tekur mikinn þátt í spili, en það er ekki það sem Rigobert Song, þjálfara liðsins, vildi og náðu þær erjur ekki lengra. Onana var sendur með næstu flugvél og nú hefur Onana tekið ákvörðun um að hætta að spila með landsliðinu.

„Saga mín með kamerúnska landsliðinu hefur tekið enda,“ sagði Onana meðal annars í yfirlýsingunni, en hann mun halda áfram að styðja liðið áfram.


Athugasemdir
banner
banner