Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var spurður út í Jadon Sancho og Cody Gakpo á fréttamannafundi í dag.
Sancho hefur ekki fundið taktinn hjá Rauðu djöflunum og var sendur í 'endurhæfingu' á meðan á HM stóð. Markmið endurhæfingarinnar er að auka andlegan og líkamlegan styrk og fer henni senn að ljúka.
„Ég býst ekki við að Jadon verði tilbúinn fyrir leikinn gegn Forest 27. des. Hann er að klára endurhæfinguna," sagði Ten Hag sem svaraði svo spurningum varðandi Gakpo, eftirsóttum framherja PSV Eindhoven sem skein með hollenska landsliðinu á HM í Katar.
„Það voru virkilega mjög margir góðir leikmenn á heimsmeistaramótinu," svaraði Ten Hag þegar hann var spurður út í frammistöðu Gakpo á HM.
„Van Nistelrooy (þjálfari PSV) sagði að á ákveðnum tímapunkti sé ekki endalaust hægt að hafna kauptilboðum (í Gakpo)? Það er hægt að segja það sama um marga leikmenn!"