Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   fös 23. desember 2022 10:21
Brynjar Ingi Erluson
Sandra framlengir við Val (Staðfest)
Sandra Sigurðardóttir verður áfram í Val
Sandra Sigurðardóttir verður áfram í Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Sandra Sigurðardóttir framlengdi í dag samning sinn við Val til næstu tveggja ára.

Sandra, sem er 36 ára gömul, er uppalin á Siglufirði, en hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Þór/KA/KS árið 2001, þá aðeins fjórtán ára gömul.

Hún gekk í raðir Stjörnunnar árið 2005 og var strax gerð að aðalmarkverði liðsins.

Landsliðskonan spilaði þar í ellefu ár áður en hún samdi við Val árið 2016.

Sandra átti magnað tímabil í sumar með Val er liðið varð bæði Íslands- og Mjólkurbikarsmeistari, en þá vakti frammistaða hennar með íslenska landsliðinu verðskuldaða athygli og var hún þá besti leikmaður Íslands á Evrópumótinu á Englandi. Sandra er á meðal tíu efstu í kjöri á íþróttamanni ársins 2022.

Ævintýri hennar með Val heldur áfram. Hún framlengdi í dag samning sinn við félagið til 2024 og mun því að minnsta kosti spila næstu tvö tímabilin.

Sandra, sem er leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna, með 331 leik mun því halda áfram að bæta ofan á metið.
Athugasemdir
banner
banner
banner