Rodri, Trippier, Casemiro og Moyes eru meðal þeirra sem koma við sögu
   þri 25. júlí 2023 10:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ibrahimagic í Vestra (Staðfest)
Lengjudeildin
Davíð Smári, þjálfari Vestra, og Ibrahimagic handsala hér samninginn.
Davíð Smári, þjálfari Vestra, og Ibrahimagic handsala hér samninginn.
Mynd: Vestri
Vestri hefur gengið frá samningi við danska sóknarmanninn Tarik Ibrahimagic.

Hann hefur verið samningslaus síðan í júní eftir að hafa spilað með Næstved í dönsku B-deildinni á síðasta tímabili.

Tarik er 22 ára leikmaður sem hefur á ferlinum spilað sjö leiki fyrir OB í efstu deild í Danmörku ásamt því að spila leiki fyrir sterkt U19 landslið Dana.

„Samningurinn gildir út tímabilið 2024 og bindum við miklar vonir við Tarik. Við bjóðum hann velkominn vestur og hlökkum til að sjá hann spila," segir í tilkynningu Vestra en þar kemur jafnframt fram að leikmaðurinn hafi lent á Ísafirði í gær.

Vestri er í sjötta sæti í Lengjudeildinni, einu stigi frá umspilssæti. Hjá Vestra hittir Ibrahimagic fyrir Danina Gustav Kjeldsen, Morten Ohlsen Hansen og Mikkel Jakobsen.


Vestri bætir við sig öflugum leikmanni.
Athugasemdir
banner
banner