Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 25. september 2024 18:19
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Víkings og FH: Bæði lið með þrjár breytingar
Danijel Dejan Djuric kemur inn í byrjunarlið Víkinga
Danijel Dejan Djuric kemur inn í byrjunarlið Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Síðasti leikur fyrstu umferðar Bestu deildarinnar eftir skiptingu fer fram á Víkingsvelli þar sem heimamenn í Víking taka á móti FH klukkan 19:15.

Víkingar mæta særðir til leiks eftir tap í bikarúrslitum um liðna helgi og verður áhugavert að sjá hvernig strákarnir hans Arnars Gunnlaugssonar mæta stemmdir til leiks.
FH vonast til þess að stimpla sig inn í Evrópubaráttuna með því að sigra hér í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Víkingar gera þrjár breytingar á sínu líði frá bikarúrslitum en inn koma Helgi Guðjónsson, Danijel Dejan Djuric og Tarik Ibrahimagic.

FH gera þá einnig þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta leik en inn koma Ingimar Torbjörnsson Stöle, Grétar Snær Gunnarsson og Finnur Orri Margeirsson.


Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Byrjunarlið FH:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
2. Ingimar Torbjörnsson Stöle
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Grétar Snær Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Arnór Borg Guðjohnsen
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
23. Ísak Óli Ólafsson
45. Kristján Flóki Finnbogason
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner
banner