Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 22. nóvember 2024 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Kane skoraði þrennu og Bayern með átta stiga forystu
Mynd: Getty Images
Bayern 3 - 0 Augsburg
1-0 Harry Kane ('63 , víti)
2-0 Harry Kane ('90 )
3-0 Harry Kane ('90 , víti)
Rautt spjald: Keven Schlotterbeck, Augsburg ('90)

Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane skoraði öll þrjú mörk Bayern München í 3-0 sigrinum á Augsburg í þýsku deildinni í kvöld, en Bayern er nú með átta stiga forystu á toppnum.

Bayern fann ekki leið framhjá Nediljko Labrovic, markverði Augsburg, í fyrri hálfleiknum. Hann varði tilraunir frá Kingsley Coman og Jamal Musiala og síðan fast skot Leon Goretzka undir lok hálfleiksins.

Labrovic hélt áfram að verja í þeim síðari en gat lítið gert í því þegar Augsburg fékk vítaspyrnu á sig. Mads Pedersen handlék boltann eftir fyrirgjöf og var það Harry Kane sem skoraði úr vítaspyrnunni.

Kane skoraði annað vítaspyrnumark á annarri mínútu í uppbótartíma er Kevin Schlotterbeck braut á honum og fékk fyrir það sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Þrennan var fullkomnuð nokkrum mínútum síðar og lokatölur því 3-0 Bayern í vil. Bayern er á toppnum með 29 stig, átta stigum meira en RB Leipzig sem er í öðru sæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 11 9 2 0 36 7 +29 29
2 RB Leipzig 10 6 3 1 15 5 +10 21
3 Eintracht Frankfurt 10 6 2 2 26 16 +10 20
4 Leverkusen 10 4 5 1 21 16 +5 17
5 Freiburg 10 5 2 3 13 11 +2 17
6 Union Berlin 10 4 4 2 9 8 +1 16
7 Dortmund 10 5 1 4 18 18 0 16
8 Werder 10 4 3 3 17 21 -4 15
9 Gladbach 10 4 2 4 15 14 +1 14
10 Mainz 10 3 4 3 15 14 +1 13
11 Stuttgart 10 3 4 3 19 19 0 13
12 Wolfsburg 10 3 3 4 19 18 +1 12
13 Augsburg 11 3 3 5 13 23 -10 12
14 Heidenheim 10 3 1 6 13 15 -2 10
15 Hoffenheim 10 2 3 5 13 19 -6 9
16 St. Pauli 10 2 2 6 7 12 -5 8
17 Holstein Kiel 10 1 2 7 12 25 -13 5
18 Bochum 10 0 2 8 10 30 -20 2
Athugasemdir
banner
banner