Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 22:39
Brynjar Ingi Erluson
PSG áfram með sex stiga forystu
Joao Neves skoraði í sigri PSG
Joao Neves skoraði í sigri PSG
Mynd: EPA
Franska stórliðið Paris Saint-Germain er áfram með sex stiga forystu í efsta sæti frönsku deildarinnar eftir að liðið vann þægilegan 3-0 sigur á Toulouse í kvöld.

Portúgalski miðjumaðurinn Joao Neves skoraði eftir undirbúning fyrirliðans Achraf Hakimi á 35. mínútu og þá bættu þeir Lucas Beraldo og Vitinha við tveimur mörkum á lokamínútum leiksins.

PSG hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og er komið með 32 stig í efsta sæti deildarinnar, sex stigum á undan Mónakó sem vann nauman 3-2 sigur á Brest.

Maghnes Akliouche skoraði tvö og Aleksandr Golovin eitt fyrir Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner
banner