Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Glæsimörk Gray í dramatísku jafntefli - Guðlaugur Victor á bekknum
Andre Gray skoraði tvö geggjuð mörk fyrir Plymouth
Andre Gray skoraði tvö geggjuð mörk fyrir Plymouth
Mynd: Getty Images
Plymouth 2 - 2 Watford
0-1 Vakoun Issouf Bayo ('9 )
1-1 Andre Gray ('23 )
1-2 Ryan Porteous ('41 )
2-2 Andre Gray ('90 )

Wayne Rooney og lærisveinar hans í Plymouth gerðu 2-2 jafntefli við Watford í ensku B-deildinni í kvöld.

Vakoun Bayo kom Watford á bragðið á 9. mínútu er hann skoraði af stuttu færi eftir frábæra fyrirgjöf Yasser Larouci áður en Andre Gray jafnaði með stórkostlegu viðstöðulausu skoti fjórtán mínútum síðar eftir að hann fékk háa sendingu inn á teiginn.

Ryan Porteous kom Watford aftur yfir undir lok hálfleiksins eftir vel skipulagða aukaspyrnu, Boltanum var komið á fjær á Matthew Pollock sem hamraði boltanum fyrir markið á Porteous sem tæklaði boltann í netið.

Það stefndi allt í það að Watford tæki sigur í kvöld en þegar rúmar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gerði Gray annað mark sitt með frábæru innanfótarskoti efst í hægra hornið.

Gray samdi við Plymouth í síðasta mánuði og voru það tvö draumamörk hans sem björguðu stigi fyrir heimamenn í dag. Hann er kominn með þrjú mörk í fimm leikjum sínum með liðinu.

Plymouth hefur þá náð í sex stig eftir að hafa verið undir eftir 90 mínútur.

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á bekknum hjá Plymouth í kvöld en kom ekki við sögu.

Plymouth er í 17. sæti með 17 stig en Watford í 5. sæti með 26 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 23 15 6 2 32 11 +21 49
2 Leeds 22 13 6 3 41 15 +26 45
3 Burnley 23 12 9 2 28 9 +19 45
4 Sunderland 23 12 8 3 34 18 +16 44
5 Middlesbrough 23 11 5 7 39 28 +11 38
6 Blackburn 22 11 5 6 25 18 +7 38
7 West Brom 22 8 11 3 26 16 +10 35
8 Watford 22 10 5 7 30 28 +2 35
9 Sheff Wed 23 9 5 9 28 31 -3 32
10 Norwich 23 7 8 8 38 34 +4 29
11 Millwall 22 7 7 8 21 19 +2 28
12 Swansea 23 7 7 9 24 24 0 28
13 Bristol City 23 6 10 7 26 28 -2 28
14 Coventry 23 7 6 10 29 34 -5 27
15 QPR 23 5 11 7 23 28 -5 26
16 Luton 23 7 5 11 25 38 -13 26
17 Derby County 22 6 6 10 27 28 -1 24
18 Preston NE 23 4 12 7 22 29 -7 24
19 Stoke City 22 5 7 10 23 30 -7 22
20 Portsmouth 21 4 9 8 25 35 -10 21
21 Hull City 23 4 8 11 21 31 -10 20
22 Cardiff City 22 4 7 11 19 34 -15 19
23 Oxford United 22 4 7 11 21 37 -16 19
24 Plymouth 22 4 6 12 22 46 -24 18
Athugasemdir
banner
banner
banner