Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Getafe gerði út um leikinn á þremur mínútum
Getafe vann sinn fyrsta leik í tvo mánuði
Getafe vann sinn fyrsta leik í tvo mánuði
Mynd: EPA
Getafe 2 - 0 Valladolid
1-0 Alvaro Rodriguez ('70 )
2-0 Allan Nyom ('73 )

Getafe vann sinn fyrsta leik síðan í september er liðið bar sigur úr býtum gegn Real Valladoldi, 2-0, í La Liga í kvöld.

Framherjinn Mamadou Sylla fékk tvö frábær færi til að koma Valladoldi í forystu í fyrri hálfleiknum en fór illa að ráði sínu.

Úrúgvæski þjálfarinn Paulo Pezzolano var líflegur í boðvangnum hjá Valladolid. Hann hefur fengið flest gul spjöld í deildinni á þessu tímabili og þá leikmenn meðtaldir.

Hann fékk gula spjaldið á á fyrstu mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og seinna gula þremur mínútum síðar fyrir mótmæli.

Getafe gerði út um leikinn á þremur mínútum í síðari hálfleik. Varamaðurinn Alvaro Rodriguez skoraði á 70. mínútu áður en Allan Nyom gerði annað markið þremur mínútum síðar.

Sigurinn kom Getafe upp í 15. sæti deildarinnar en Valladolid er áfram í næst neðsta sæti með 9 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atletico Madrid 18 12 5 1 33 12 +21 41
2 Real Madrid 18 12 4 2 41 18 +23 40
3 Barcelona 19 12 2 5 51 22 +29 38
4 Athletic 19 10 6 3 29 17 +12 36
5 Villarreal 18 8 6 4 34 30 +4 30
6 Mallorca 19 9 3 7 19 21 -2 30
7 Betis 18 6 7 5 21 22 -1 25
8 Osasuna 18 6 7 5 23 27 -4 25
9 Real Sociedad 18 7 4 7 16 13 +3 25
10 Girona 18 7 4 7 26 25 +1 25
11 Celta 18 7 3 8 27 28 -1 24
12 Vallecano 18 5 7 6 20 21 -1 22
13 Las Palmas 18 6 4 8 23 27 -4 22
14 Sevilla 18 6 4 8 20 27 -7 22
15 Leganes 18 4 6 8 17 28 -11 18
16 Alaves 18 4 5 9 21 30 -9 17
17 Getafe 18 3 7 8 11 15 -4 16
18 Espanyol 18 4 3 11 16 30 -14 15
19 Valencia 17 2 6 9 16 26 -10 12
20 Valladolid 18 3 3 12 12 37 -25 12
Athugasemdir
banner
banner