Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Ellefta tap Triestina - Adam Ægir ónotaður varamaður þriðja leikinn í röð
Kristófer spilaði í tapi Triestina
Kristófer spilaði í tapi Triestina
Mynd: Triestina
Íslendingalið Triestina tapaði ellefta leik sínum í ítölsku C-deildinni á þessari leiktíð er lið laut í lægra haldi fyrir Renate, 1-0, í kvöld.

Kristófer Jónsson, sem kom til félagsins frá Val í sumar, lék allan leikinn með Triestina en Stígur Diljan Þórðarson var ekki í hópnum.

Stígur var að snúa aftur til félagsins eftir að hafa spilað með U19 ára landsliðinu í undankeppni EM.

Triestina hefur tapað ellefu leikjum í deildinni, gert fjögur jafntefli og aðeins unnið einn.

Eini sigurleikur liðsins kom í fyrstu umferð deildarinnar en liðið er á botninum í A-riðli með aðeins 4 stig.

Adam Ægir Pálsson var ónotaður varamaður þriðja leikinn í röð er Perugia vann 2-0 sigur á Arezzo í B-riðli. Perugia er í 12. sæti með 18 stig.

Hann er á láni frá Val enn lánsamningurinn gildir út þessa leiktíð og er Perugia með forkaupsrétt á honum.
Athugasemdir
banner
banner