„Ég er þreyttur. Ég get ekki lýst þessu, þetta var svo skrítinn leikur," sagði maður leiksins, Gísli Eyjólfsson, eftir frábæran 5-3 sigur Blika gegn ÍA en liðin áttust við á Kópavogsvelli í kvöld í níundu umferð Pepsi Max deildar karla.
Hvað var betra í dag en úr tapleiknum gegn HK í seinustu umferð?
„Við byrjuðum leikinn bara almennilega, við setjum mörkin strax og ætluðum að kæfa leikinn algjörlega og drepa hann niður, en reyndar gekk ekki í seinni hálfleik. Við vorum bara að bíða og fylgjast með í HK leiknum en ég var ekkert mikið að fylgjast með honum þarna á bekknum."
Hvað var betra í dag en úr tapleiknum gegn HK í seinustu umferð?
„Við byrjuðum leikinn bara almennilega, við setjum mörkin strax og ætluðum að kæfa leikinn algjörlega og drepa hann niður, en reyndar gekk ekki í seinni hálfleik. Við vorum bara að bíða og fylgjast með í HK leiknum en ég var ekkert mikið að fylgjast með honum þarna á bekknum."
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 3 ÍA
Hvað hafði Gísli að segja um frammistöðu liðsins í kvöld?
„Frammistaðan var flott, við erum að fá á okkur alltof mörg gefins mörk á okkur, í dag víti, svo eftir hornspyrnu, þetta eru bara klaufamistök, þetta er bara einbeitingarleysi sem þarf að lagast strax og við eigum ekki að vera fá á okkur 3 mörk á heimavelli og það er ekki boðlegt en við fengum þrjú stig þannig ég kvarta ekki."
Gísli var búinn að vera fjarrverandi vegna meiðsla en hann var að glíma við nárameiðsli sem hann varð fyrir gegn KA 5. júlí. Gaman að vera kominn til baka?
„Djöfull er ég þreyttur, það er geggjað að vera kominn til baka og já bara æðislegt."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir