Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 26. júlí 2020 20:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sjaldan séð íslenskt lið spila jafnvel og Blika í fyrri hálfleik"
Gísli hefur verið stórkostlegur fyrir Blika.
Gísli hefur verið stórkostlegur fyrir Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er kominn hálfleikur í leik Breiðabliks og ÍA á Kópavogsvelli. Blikar hafa verið frábærir í fyrri hálfleik og er staðan 4-1 í hálfleik, Blikum í vil.

Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KV og sérfræðingur í Innkastinu hér á Fótbolta.net, hrósar Blikum fyrir frammistöðuna í fyrri hálfleiknum.

„Sjaldan séð íslenskt lið spila jafn vel og Blikar í fyrri hálfleik," skrifar Ingólfur á samfélagsmiðilinum Twitter.

Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu.

Hægt er að fylgjast með seinni hálfleiknum hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner