Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Annar ungur Bliki á reynslu hjá Svíþjóðarmeisturunum
Elmar Robertoson.
Elmar Robertoson.
Mynd: Úr einkasafni
Blikinn ungi og efnilegi, Elmar Robertoson, æfir þessa dagana hjá sænska félaginu Malmö, sem leikur í úrvalsdeildinni þar í landi.

Elmar, sem er 15 ára gamall, hefur verið í æfingahópum hjá bæði U15 og U16 landsliðum Íslands.

Elmar var partur af liði 4. flokks sem vann Íslands- og bikarmeistaratitilinn á síðasta ári og spilaði með sterku liði Blika í 3. flokki í sumar.

Næstu daga æfir Elmar með sterku U17 ára liði Malmö í Svíþjóð, en Svíarnir höfðu fylgst með honum í leikjum í sumar og voru svo ánægðir að þeir buðu honum út til æfinga.

Hann er ekki eini ungi leikmaður Breiðabliks sem er að æfa með Malmö því Alekss Kotlevs, fæddur 2008, hefur líka verið að gera það.

Einn Íslendingur er fyrir á mála hjá Malmö í dag en það er hinn ungi og efnilegi Daníel Tristan Guðjonsen, yngsti sonur Eiðs Smára.

Aðallið Malmö varð sænskur meistari á tímabilinu sem var að klárast.
Athugasemdir
banner
banner
banner