Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Langþráður og sannfærandi sigur Fram á Vestra
Framararar unnu góðan 3-1 sigur á Vestra
Framararar unnu góðan 3-1 sigur á Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Már Ægisson gerði annað mark Fram
Már Ægisson gerði annað mark Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri 1 - 3 Fram
0-1 Magnús Þórðarson ('16 )
0-2 Már Ægisson ('38 )
0-3 Brynjar Gauti Guðjónsson ('47 )
1-3 Andri Rúnar Bjarnason ('95 )
Lestu um leikinn

Fram vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla síðan í byrjun maí er það lagði Vestra að velli, 3-1, á Kerecis-vellinum á Ísafirði.

Bæði lið voru án lykilmanna. Kyle McLagan og Alex Freyr Elísson voru í banni hjá Fram og þá voru þeir Vladimir Tufegdzic og Ibrahima Balde í banni hjá Vestra.

Vestri var að spila annan leik sinn á heimavelli á þessu tímabili og var byrjun heimamanna ágæt. Það má segja að það hafi verið gegn gangi leiksins þegar Magnús Þórðarson kom Frömurum í 1-0 á 16. mínútu.

Elvar Baldvinsson gaf boltann frá sér á vondum stað. Tiago kom boltanum inn á Fred sem var einn á móti William Eskelinin, en í stað þess að skjóta lagði hann boltann til hliðar á Magnús sem skoraði.

Framarar tók völdin og var það Már Ægisson sem tvöfaldaði forystuna á 38. mínútu. Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, kom boltanum fram og var það Elvar sem potaði honum einhvern veginn inn fyrir á Má sem skoraði af miklu öryggi.

Brynjar Gauti Guðjónsson gerði endanlega út um leikinn með þriðja markinu í byrjun síðari hálfleiks. Eftir smá klafs í teignum var Brynjar fyrstur að átta sig með því að setja boltann í markið.

Fred og Magnús fengu báðir færi til að bæta við forystuna en Eskelinen gerði vel að sjá við þeim í einn á einn stöðu. Svíinn mætti til leiks, en ekki hægt að segja það sama um liðsfélaga hans sem voru ekki á sömu bylgjulengd.

Varamaðurinn Andri Rúnar Bjarnason gerði sárabótamark fyrir Vestra á síðustu sekúndum í uppbótartíma síðari hálfleiks er hann fékk háan bolta inn í teiginn og kláraði listavel í vinstra hornið.

Öruggur og langþráður sigur Fram á Vestra staðreynd. Framarar eru með 16 stig í 7. sæti en það gætu farið upp um sæti ef Stjarnan tapar fyrir Víkingi. Staðan þar er 2-0 fyrir Víkingum. Vestri er á meðan í 10. sæti með 10 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 3 1 32 - 13 +19 30
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 12 4 4 4 18 - 18 0 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner
banner