Klukkan 19:15 hefst leikur ÍA og Vals í 12. umferð Bestu deildar karla. Rúmur klukkutími er í leik en byrjunarliðin voru að detta í hús.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 2 Valur
Skagamenn gerðu 1-1 jafntefli við Breiðablik á Kópavogsvelli í seinasta leik. Frá þeim leik gera þeir tvær breytingar. Þeir Hlynur Sævar og Arnór Smárason Jónsson koma inn í liðið fyrir þá Erik Tobias Sandberg og Guðfinn Þór Leósson.
Valsliðið fór vestur á firði í seinasta leik er þeir unnu 5-1 sigur á Vestra. Frá þeim sigurleik gerir Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, tvær breytingar. Bjarni Mark Antonsson og Jakob Franz Pálsson koma inn í liðið fyrir þá Hólmar Örn Eyjólfsson sem er í leikbanni og Adam Ægi Pálsson.
Byrjunarliðin má finna hér að neðan.
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason
Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
Athugasemdir