Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 28. ágúst 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tímabilinu sennilega lokið hjá Kristjáni Flóka
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kristján Flóki Finnbogason var í byrjunarliði KR í gær þegar liðið tók á móti Fylki í Bestu deildinni. Hann þurfti að fara af velli á 22. mínútu vegna meiðsla.

„Kristján Flóki fellur við á sprettinum og liggur niðri sárþjáður," skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu frá leiknum og sagði að Flóki færi af velli á börum.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í Flóka í viðtali eftir leik.

„Það er sennilega eitthvað slitið framan á læri, það kom einhver smellur sagði hann og er sennilega með einhverja tognun framan í læri," sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Í viðtali við Vísi sagði hann eftirfarandi: „Það eru sennilega ekki miklar líkur á að hann nái sér af þessu fyrr en einhvern tímann í vetur og tímabilið sennilega á enda hjá honum því miður."

Flóki er 28 ára framherji sem hefur skorað fjögur deildarmörk á tímabilinu í átján leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner