Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   lau 28. september 2019 17:10
Valur Gunnarsson
Rúnar Páll: Það verða einhverjar breytingar fyrir næsta ár
Rúnar Páll var skiljanlega svekktur að hafa ekki náð í Evrópu
Rúnar Páll var skiljanlega svekktur að hafa ekki náð í Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila vel bróðurpart leiksins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst að við ættum að skoða fleiri mörk í fyrri hálfleik. Vorum með flottar sóknir en oft á tíðum síðasta sendingin sem klikkaði. Ég er frekar ánægður með leikinn en það var svekkjandi að FH skyldi vinna. Eftir þetta bikarúrslitabíó þar sem FH tapar og 4. sætið er ekki gyllt þá mætum við FH og við hefðum átt að vinna en við reyndum hvað við gátum í þeirri von að FH myndi misstíga sig. Við stóðum okkur ekki alveg nógu vel í sumar. Við fáum á okkur 35 mörk og við lærum helling á þessu ári."
Sagði Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar eftir 3-2 sigur sinna manna gegn ÍBV fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 ÍBV

Var þetta vonbrigðatímabil hjá Stjörnunni?
„Já þetta er vonbrigðatímabil þó að við séum eina liðið sem komst áfram í Evrópukeppni. Við spiluðum heilt yfir ágætis fótbolta í sumar. Það er stutt á milli í þessum fótbolta en við náðum ekki Evrópusæti sem er lágmarkskrafa hérna í Garðabænum. Miðað við það er þetta vonbrigði já."

Er kominn tími á uppstokkun á hópnum hjá Stjörnunni?
„Við höfum haft trú á þessu og staðið okkur vel ár eftir ár. Það voru miklar breytingar 2016 það er kjarninn í liðinu okkar núna. Fengum fullt af mönnum þá inn. Við töldum ekki þörf á því að gera miklar breytingar milli ára núna. En mannskapurinn er orðinn eldri, búinn að vera lengi saman, og það verða einhverjar breytingar fyrir næsta ár. Það eru margir ungir strákar að banka á dyrnar hjá okkur sem verða að fá einhver tækifæri. Þannig hugsum við þetta. Ég get ekki gefið meira út hverjir koma og fara. Það er ræðst á næsta hálfa mánuði hvernig það þróast."

Aðspurður hvort þjálfarteymið yrði öðruvísi á næsta ári sagði Rúnar:
„Það er ekki tímabært að fara að ræða það núna í viðtali rétt eftir leik breytingar á þjálfarateyminu. Við erum að missa fullt af tekjum núna útaf Evrópu og við sjáum hvernig við púslum þessu saman fyrir næsta ár."
Athugasemdir
banner