„Mér fannst við spila vel bróðurpart leiksins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst að við ættum að skoða fleiri mörk í fyrri hálfleik. Vorum með flottar sóknir en oft á tíðum síðasta sendingin sem klikkaði. Ég er frekar ánægður með leikinn en það var svekkjandi að FH skyldi vinna. Eftir þetta bikarúrslitabíó þar sem FH tapar og 4. sætið er ekki gyllt þá mætum við FH og við hefðum átt að vinna en við reyndum hvað við gátum í þeirri von að FH myndi misstíga sig. Við stóðum okkur ekki alveg nógu vel í sumar. Við fáum á okkur 35 mörk og við lærum helling á þessu ári."
Sagði Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar eftir 3-2 sigur sinna manna gegn ÍBV fyrr í dag.
Sagði Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar eftir 3-2 sigur sinna manna gegn ÍBV fyrr í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 2 ÍBV
Var þetta vonbrigðatímabil hjá Stjörnunni?
„Já þetta er vonbrigðatímabil þó að við séum eina liðið sem komst áfram í Evrópukeppni. Við spiluðum heilt yfir ágætis fótbolta í sumar. Það er stutt á milli í þessum fótbolta en við náðum ekki Evrópusæti sem er lágmarkskrafa hérna í Garðabænum. Miðað við það er þetta vonbrigði já."
Er kominn tími á uppstokkun á hópnum hjá Stjörnunni?
„Við höfum haft trú á þessu og staðið okkur vel ár eftir ár. Það voru miklar breytingar 2016 það er kjarninn í liðinu okkar núna. Fengum fullt af mönnum þá inn. Við töldum ekki þörf á því að gera miklar breytingar milli ára núna. En mannskapurinn er orðinn eldri, búinn að vera lengi saman, og það verða einhverjar breytingar fyrir næsta ár. Það eru margir ungir strákar að banka á dyrnar hjá okkur sem verða að fá einhver tækifæri. Þannig hugsum við þetta. Ég get ekki gefið meira út hverjir koma og fara. Það er ræðst á næsta hálfa mánuði hvernig það þróast."
Aðspurður hvort þjálfarteymið yrði öðruvísi á næsta ári sagði Rúnar:
„Það er ekki tímabært að fara að ræða það núna í viðtali rétt eftir leik breytingar á þjálfarateyminu. Við erum að missa fullt af tekjum núna útaf Evrópu og við sjáum hvernig við púslum þessu saman fyrir næsta ár."
Athugasemdir