Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. október 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH fer í viðræður við leikmenn eftir lokaleikinn - Matti orðaður við þrjú félög
Matthías Vilhjálmsson
Matthías Vilhjálmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekur út leikbann á morgun.
Tekur út leikbann á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, er einn af leikmönnum FH sem verða samningslausir eftir tímabilið. Matthías var í slúðurpakkanum sem birtur var fyrr í vikunni orðaður við þrjú önnur félög.

Matthías er 35 ára og getur bæði spilað inn á miðsvæðinu sem og sem fremsti maður. Í sumar hefur hann skorað níu mörk í 26 leikjum.

Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, og spurði hann út í Matthías.

„Við viljum halda Matta, en það er með Matta eins og aðra leikmenn að við tókum þá ákvörðun í ljósi þeirrar stöðu sem erum í að klára þau mál eftir tímabilið," sagði Davíð. FH hefur verið í mikilli fallbaráttu og getur enn tölfræðilega fallið. Það er þó ansi langsótt, FH þyrfti að tapa með tíu mörkum gegn ÍA í lokaumferðinni á morgun.

„Auðvitað erum við í mjög góðri stöðu núna með að halda sæti okkar í deildinni en við tókum samt þá ákvörðun að bíða þangað til tímabilið myndi klárast og fara svo á fullu í þessi mál. Einbeiting er á því að tryggja sætið og svo verður þetta alvöru vinnuviku hérna í Kaplakrika í næstu viku," bætti Davíð við.

Eitt af félögunum sem hefur verið orðað við Matthías er Víkingur. Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, vildi ekki staðfesta við fréttaritara hvort félagið hefði boðið Matthíasi samning eða ekki. Hin tvö félögin sem hafa verið nefnd í tengslum við Matta eru HK og Stjarnan.

Leikmenn FH sem eru að renna út á samningi:
Matthías Vilhjálmsson 1987 31.12.2022
Gunnar Nielsen 1986 16.10.2022
Guðmundur Kristjánsson 1989 31.10.2022
Björn Daníel Sverrisson 1990 16.10.2022
Eggert Gunnþór Jónsson 1988 31.10.2022
Óskar Atli Magnússon 2002 16.10.2022
Þorri Stefán Þorbjörnsson 2006 Enginn samningur skráður
Athugasemdir
banner
banner
banner