„Loksins að ég skora tvö í sama leiknum, en ég er bara sáttur við að hafa unnið. Við vorum að spila rosalega erfiðan leik fyrir fjórum dögum gegn Stjörnunni og áttum góðan leik þar og tókum bara sjálfstraust með okkur,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason leikmaður KR sem reimaði á sig markaskóna fyrir leik gegn FH í kvöld og skoraði tvö af þremur mörkum KR í 3-2 sigri í Kaplakrika
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 KR
Kjartan og félagar í KR sköpuðu hættulegur stöður oft á tíðum í fyrri hálfleik og sköpuðu líklega fleiri færi en oft á tíðum í sumar í leiknum í kvöld.
„Við höfum alveg orðið varir við það að við höfum ekki verið að skapa okkur nóg af færum svo í upphafi móts, Við bara lærum af því og erum búnir að vera að æfa fyrirgjafir og hvernig á að opna þetta aðeins betur og sköpum fullt af færum í síðasta leik og aftur í dag sem er bara góðs viti fyrir mig.“
Líkt og félagi hans úr KR liðinu Pálmi Rafn fékk Kjartan sömu spurningu um hvort hann væri hvíldinni sem er framundan í landsleikjahléinu feginn?
„Rúnar ætlaði að taka mig út af og ég varð hálf pirraður yfir því. Nei við spiluðum á gervigrasi síðast og það var erfiður leikur og komum svo á grasið í Krikann, flottur völlur en það var þungt og mikið af hlaupum en maður á að njóta þess á meðan maður getur.“
Sagði Kjartan en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir