Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 29. júlí 2023 16:21
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Færin fóru forgörðum í Kaplakrika
Birta Georgsdóttir skoraði jöfnunarmark Blika undir lok fyrri hálfleiks
Birta Georgsdóttir skoraði jöfnunarmark Blika undir lok fyrri hálfleiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 1 - 1 Breiðablik
1-0 Vigdís Edda Friðriksdóttir ('6 )
1-1 Birta Georgsdóttir ('44 )
Lestu um leikinn

FH og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í Bestu deildinni á Kaplakrikavelli í dag.

Shaina Faiena Ashouri lagði upp mark FH á 6. mínútu. Hún fékk boltann í teignum, gerði vel áður en hún lagði hann á Vigdísi Eddu Friðrikusdóttur sem skoraði.

Það var hreinlega með ólíkindum hvernig Blikar fóru með dauðafæri sín í fyrri hálfleiknum en jöfnunarmarkið kom fyrir rest. Birta Georgsdóttir skoraði eftir að Hafrún Rakel Halldórsdóttir stal boltanum og kom markið á besta tíma.

Blikar áttu nokkur hættuleg færi í þeim síðari og sömu sögu má segja af FH-ingum en liðin sættust á að deila stigunum.

Blikastelpur eflaust mjög svekktar með að hafa ekki nýtt dauðafærin í fyrri hálfleiknum því þá hefði þessi leikur endað öðruvísi.

Breiðablik er á toppnum með 27 stig þó líklega aðeins í skamma stund því Valur er að vinna ÍBV, 1-0, þegar þetta er skrifað.
Athugasemdir
banner