Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   lau 29. júlí 2023 20:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Jafntefli í stórskemmtilegum leik í Kópavogi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 1 - 1 Stjarnan
0-1 Emil Atlason ('62 )
1-1 Jason Daði Svanþórsson ('77 )
Lestu um leikinn


Stjarnan og Breiðablik áttust við í Bestu deildinni á Kópavogsvelli í kvöld.

Það var ansi rólegur fyrri hálfleikur en Stjarnan fékk aukaspyrnu á hættulegum stað undir lok fyrri hálfleiksins.

Emil Atlason tók spyrnuna en Anton Ari gerði virkilega vel í að verja hana.

Blikar voru nálægt því að ná forystunni snemma í síðari hálfleik en skot frá Jasoni Daða hafnaði stönginni og boltinn rúllaði framhjá.

Það voru hins vegar Stjörnumenn sem náðu forystunni, það gerði Emil Atlason þegar hann stýrði boltanum í netið eftir góða fyrirgjöf frá Guðmundi Kristjánssyni.

Jason Daði fór hamförum eftir þetta en hann komst í dauðafæri en tókst ekki að setja boltann framhjá Árna í marki Stjörnumanna. Stuttu síðar tókst Jasoni hins vegar að skora eftir góðan undirbúning hjá Viktori Karli og Kristni Steindórssyni.

Jason var aftur kominn í gott færi stuttu seinna en tókst ekki að sigra Árna.

Klæmint Olsen komst einn í gegn á síðustu sekúndum leiksins en enn og aftur hafði Árni betur gegn Blikum. Það reyndist síðasta tækifæri leiksins og jafntefli niðurstaðan.


Athugasemdir
banner