
„Það er búið að ganga vel að undanförnu en í raun og veru er þetta besta leikurinn okkar í allri þessari leikjahrinu sem hefur gengið vel,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir eins marks tap gegn Stjörnunni. Lauk þar með taplausri hrinu Eyjakvenna sem voru búnar að sækja 13 stig í síðustu 5 leikjum.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 ÍBV
„Ég er svolítið svekktur að hafa ekki verið búinn að skora eitthvað í fyrri hálfleik. Mögulega áttum við bara skilið að fá á okkur mark. Ef maður nýtir ekki færin sín þá er þetta það sem getur gerst,“ sagði Andri en Eyjaliðið fékk þónokkur marktækifæri í leiknum.
„Þetta spilaðist nokkurn veginn eins og við áttum von á. Þær eru öflugar í skyndisóknum og erfitt að eiga við þær. Ég held að við höfum verið með fimm til baka þegar þær skora.“
„Í fyrri hálfleik fannst mér við vera búnar að gera það mikið að við ættum allavegana að vera komnar svolítið á veg með að ná í þrjú stig í dag.“
ÍBV situr nú í 5. sæti með 16 stig, jafnmörg og Selfoss og Fylkir sem bæði eru með betri markatölu.
„Við erum bara áfram í þessari baráttu. Að mínu mati er þetta tvískipt deild, kannski svolítið þrískipt. Við ætlum að reyna að halda okkur í miðjupakkanum og líta þar upp. Að því sögðu þá er líka rosa stutt í neðri pakkann þannig að það er bara áfram gakk.“
Að lokum var Andri spurður út í stöðuna á leikmannamálum. Bandaríski miðvörðurinn Grace Hancock var ekki með í dag en hún var mætt á hækjum til að fylgjast með sínu liði.
„Það er aðeins að fækka hjá okkur. Það verður bara að koma í ljós. Hún er bara meidd eins og staðan er og eitthvað í hana, eða mögulega bara búið,“ sagði Andri sem á ekki von að ÍBV sæki frekari liðsstyrk fyrir lokasprettinn.
Athugasemdir