Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   lau 29. ágúst 2020 17:23
Mist Rúnarsdóttir
Andri Ólafs: Áttum mögulega skilið að fá á okkur mark
Kvenaboltinn
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að ganga vel að undanförnu en í raun og veru er þetta besta leikurinn okkar í allri þessari leikjahrinu sem hefur gengið vel,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir eins marks tap gegn Stjörnunni. Lauk þar með taplausri hrinu Eyjakvenna sem voru búnar að sækja 13 stig í síðustu 5 leikjum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 ÍBV

„Ég er svolítið svekktur að hafa ekki verið búinn að skora eitthvað í fyrri hálfleik. Mögulega áttum við bara skilið að fá á okkur mark. Ef maður nýtir ekki færin sín þá er þetta það sem getur gerst,“ sagði Andri en Eyjaliðið fékk þónokkur marktækifæri í leiknum.

„Þetta spilaðist nokkurn veginn eins og við áttum von á. Þær eru öflugar í skyndisóknum og erfitt að eiga við þær. Ég held að við höfum verið með fimm til baka þegar þær skora.“

„Í fyrri hálfleik fannst mér við vera búnar að gera það mikið að við ættum allavegana að vera komnar svolítið á veg með að ná í þrjú stig í dag.“


ÍBV situr nú í 5. sæti með 16 stig, jafnmörg og Selfoss og Fylkir sem bæði eru með betri markatölu.

„Við erum bara áfram í þessari baráttu. Að mínu mati er þetta tvískipt deild, kannski svolítið þrískipt. Við ætlum að reyna að halda okkur í miðjupakkanum og líta þar upp. Að því sögðu þá er líka rosa stutt í neðri pakkann þannig að það er bara áfram gakk.“

Að lokum var Andri spurður út í stöðuna á leikmannamálum. Bandaríski miðvörðurinn Grace Hancock var ekki með í dag en hún var mætt á hækjum til að fylgjast með sínu liði.

„Það er aðeins að fækka hjá okkur. Það verður bara að koma í ljós. Hún er bara meidd eins og staðan er og eitthvað í hana, eða mögulega bara búið,“ sagði Andri sem á ekki von að ÍBV sæki frekari liðsstyrk fyrir lokasprettinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner