Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 29. ágúst 2020 09:50
Elvar Geir Magnússon
Brynjar Atli kveður Ólafsvík í dag - Kallaður aftur til Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur ákveðið að kalla markvörðinn Brynjar Atla Bragason úr láni hjá Víkingi Ólafsvík.

Brynjar hefur varið mark Ólsara í Lengjudeildinni þetta tímabilið en leikur sinn síðasta leik fyrir liðið í dag þegar leikið verður gegn ÍBV í Ólafsvík.

Víkingur Ólafsvík er því í markmannsleit en glugganum verður lokað á mánudag

Brynjar er tvítugur markvörður sem vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Njarðvík. Breiðablik fékk hann til sín og lánaði til Ólafsvíkur. Brynjar mun hinsvegar klára tímabilið með Kópavogsliðinu.

Víkingur Ólafsvík er í tíunda sæti Lengjudeildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner