Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   sun 29. ágúst 2021 16:18
Brynjar Ingi Erluson
Sögulegt mark Wood gegn Leeds
Chris Wood gerði mark númer 30.000
Chris Wood gerði mark númer 30.000
Mynd: EPA
Nýsjálenski framherjinn Chris Wood skoraði sögulegt mark þegar Burnley gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Wood kom Burnley yfir á 61. mínútu eftir stoðsendingu frá Matt Lowton.

Þetta mark var mark númer 30.000 í ensku úrvalsdeildinni eða frá því hún var sett á laggirnar árið 1992.

Brian Deane skoraði fyrsta markið í deildinni fyrir Sheffield United gegn Manchester United árið 1992. Eric Cantona gerði 100. markið í leik með Leeds áður en Mike Newell gerði mark númer 1000 nokkrum árum síðar.

Það fer svo skiptum sögum um það hvort Chris Sutton eða Andy Townsend gerðu 5000. mark deildarinnar. Þeir skoruðu á sömu mínútunni árið 1996.

Les Ferdinand gerði mark númer 10.000 fyrir Tottenham og Marc Albrighton númer 20.000 fyrir Aston Villa árið 2011. Zlatan Ibrahimovic gerði 25000. markið í leik með Manchester United fyrir fimm árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner