Heimild: KSÍ
Breiðablik, Afturelding og ÍR einnig sektuð
Víkingur hefur fengið tvær sektir vegna framkomu áhorfenda á leikjum liðsins í lok Íslandsmótsins, um alls 225 þúsund krónur. Fyrri sektin er vegna notkunar á blysum í leik liðsins gegn ÍA í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar. Víkingur hafði fyrr í sumar fengið sekt vegna þess að blysi var varpað úr stúkunni á Kópavogsvelli í leik liðsins gegn Breiðabliks og því var þessi sekt hærri en sú fyrsta.
Seinnni sektin er einnig vegna notkunar á blysum í áhorfendastúkum. Í þessu tilviki í leik liðsins gegn Breiðabliki á Víkingsvelli í lokaumferðinni. Þessi seinni sekt, alls þriðja sektin á tímabilinu, hljóðaði upp á 150 þúsund krónur.
Seinnni sektin er einnig vegna notkunar á blysum í áhorfendastúkum. Í þessu tilviki í leik liðsins gegn Breiðabliki á Víkingsvelli í lokaumferðinni. Þessi seinni sekt, alls þriðja sektin á tímabilinu, hljóðaði upp á 150 þúsund krónur.
Breiðablik fékk einnig sekt vegna notkunar á blysum
Breiðablik er einnig sektað fyrir notkunar á blysum í leiknum gegn Víkingi á Víkingsvelli í lokaumferðinni. Þar sem um fyrsta brot Breiðabliks er að ræða var sektin lægri en hjá Víkingi eða 50 þúsund krónur.
Vítaverð framkoma í garð þjálfara Fjölnis
Afturelding fær þá 75 þúsund króna sekt vegna vítaverðar framkomu áhorfanda í garð þjálfara í leik liðsins gegn Fjölni þann 19. september. Um er að ræða seinni leik Aftureldingar og Fjölnis í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.
ÍR aftur sektað
ÍR fékk þá sekt vegna framkomu áhorfednda í leik ÍR og Keflavíkur í garð dómara leiksins. Þetta var ekki fyrsta atvikið tengt stuðningsmönnum íR í sumar og því var félagið sektað um 100 þúsund krónur.
Athugasemdir