Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   mið 13. nóvember 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörk Tómasar gegn Aserum
Mynd: Grótta
Tómas Johannessen var hetja U19 landsliðs Íslendinga í dag þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn Aserbaídsjan.

Lestu um leikinn: Ísland U19 2 -  0 Aserbaídsjan U19

   13.11.2024 12:04
U19: Tómas Johannessen sá um Asera


Fyrra markið skoraði hann í fyrri hálfleik eftir góðan undirbúning frá Daníeli Tristan Guðjohnsen en seinna markið kom undir lok leiksins,

Tómas var réttur maður á réttum stað þegar hann skoraði seinna markið eftir að fyrirgjöf frá Stíg Diljan Þórðarsyni tók furðulega stefnubreytingu af varnarmanni Asera.

Þjóðirnar mættust í fyrstu umferð í undanriðli fyrir EM 2025 og er Ísland á toppinum eftir sigurinn. Írland og Moldóva deila öðru sætinu eftir markalaust jafntefli innbyrðis í dag.




Athugasemdir
banner
banner