Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nacho: Vinícius Júnior er bestur í heimi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nacho Fernández var fyrirliði Real Madrid þar til hann yfirgaf félagið á frjálsri sölu í sumar til að spila í Sádi-Arabíu.

Nacho er 34 ára gamall varnarmaður og var í viðtali við El Partidazo de COPE, þar sem hann svaraði spurningum um Ballon d'Or verðlaunin.

„Ég hef engar efasemdir. Ég hefði veitt Vinícius Júnior verðlaunin. Án nokkurs vafa!" sagði Nacho, en hann lék með Vinícius í sex ár hjá Real.

Nacho var einnig partur af spænska landsliðshópnum sem vann EM í sumar með miðjumanninn Rodri í aðalhlutverki, en það var einmitt Rodri sem vann Gullboltann í ár.

„Ég ber virðingu fyrir Rodri og ég sendi honum skilaboð til að óska honum til hamingju, en að mínu mati þá er Vini besti fótboltamaður í heimi í dag."

Nacho er í dag lykilmaður í liði Al-Qadsiah í Sádi-Arabíu og var spurður hvort Real Madrid hafi sett sig í samband til að fá hann aftur til baka í ljósi mikilla meiðslavandræða í varnarlínu Madrídinga, þar sem David Alaba, Dani Carvajal og Eder Militao eru allir búnir að slíta krossband.

„Enginn frá Real Madrid hafði samband við mig en þó það gerist þá mun ég ekki snúa aftur til félagsins. Ég tók ákvörðun um að flytja til Sádi-Arabíu og mér líður mjög vel hérna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner