Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 13. nóvember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Campbell, Maguire og Carlos meðal sendiherra fyrir Striver
Mynd: Getty Images
Það er nýr samfélagsmiðill að líta dagsins ljós. Hann heitir Striver og er auglýstur sem 100% öruggur samfélagsmiðill, þar sem ofbeldi er ekki liðið.

Forritið Striver hefur mjög sterka vörn sem spornar gegn því að notendur misnoti forritið.

Það eru ýmis þekkt andlit úr fótboltaheiminum sem hafa ákveðið að hjálpa til við markaðssetninguna á Striver, sem þeir vonast til að geti veitt miðlum á borð við X, Facebook, TikTok og Instagram raunverulega samkeppni. Á þessum samfélagsmiðlum ríkir mikil neikvæðni þar sem niðurrif frá notendum tíðkast daglega, en notendur geta svo villt á sér heimildir til að forðast raunverulega refsingu.

Harry Maguire, Sol Campbell og Roberto Carlos eru meðal núverandi og fyrrverandi fótboltamanna sem eru sendiherrar fyrir Striver, auk Gilberto Silva. Þeir eru staðráðnir í því að skapa nýjan samfélagsmiðil sem hefur öryggi að leiðarljósi eftir að hafa sjálfir lent í því að fá alvarlegar hótanir í gegnum aðra samfélagsmiðla.

„Ég man þegar ég lék fyrir Atlético Mineiro þá var ég á tímapunkti hræddur við að fara út úr húsi því ég bjóst við að mæta reiðum og ofbeldisfullum stuðningsmönnum fyrir utan," segir Gilberto Silva meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner
banner