Guðmundur Axel Hilmarsson hefur yfirgefið herbúðir Þróttara en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
„Knattspyrnudeild Þróttar og Guðmundur Axel Hilmarsson hafa komist að sameinginlegri niðurstöðu um að loka samningi Guðmundar við félagið frá og með þessu hausti," segir í tilkynningunni.
„Knattspyrnudeild Þróttar og Guðmundur Axel Hilmarsson hafa komist að sameinginlegri niðurstöðu um að loka samningi Guðmundar við félagið frá og með þessu hausti," segir í tilkynningunni.
Guðmundur er uppalinn í Þrótti og hefur leikið með félaginu mestan part síns ferils en hefur einnig komið við á Selfossi og var á láni hjá Haukum á síðasta tímabili.
„Vil koma á framfæri þökkum til leikmanna, þjálfara og stjórnarmanna sem ég hef unnið með seinustu fimm ár í meistaraflokki sem og stuðningsmanna félagsins sem hafa staðið við bakið á okkur seinustu ár. Ég verð alltaf mikill Þróttari og óska Þrótturum góðs gengis í framtíðinni, lifi Þróttur," segir leikmaðurinn.
„Guðmundur á að baki 15 unglingalandsleiki fyrir Ísland. Það verður eftirsjá af Guðmundi Axeli úr Þrótti, miðvörður sem þróaðist í miðherja og lagði sig alltaf allan fram fyrir félagið," segir félagið.
Athugasemdir