Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 13. nóvember 2024 11:49
Elvar Geir Magnússon
„Væri gaman að spila úrslitaleik í Cardiff“
Icelandair
Willum hefur leikið þrettán landsleiki fyrir Ísland.
Willum hefur leikið þrettán landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið lýkur riðli Þjóðadeildarinnar með tveimur útileikjum, gegn Svartfjallalandi á laugardag og svo Wales á þriðjudaginn.

Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Wales vinnur ekki Tyrkland á sama tíma þá verður leikur Wales og Íslands í Cardiff úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. Ef Ísland gerir jafntefli á laugardag og Wales tapar verður leikurinn á þriðjudag líka úrslitaleikur.

„Við horfum í að reyna að taka þrjú stig á móti Svartfjallalandi og vonandi verða hagstæð úrslit í hinum leiknum svo við fáum úrslitaleik gegn Wales um annað sætið í riðlinum," segir Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður Íslands.

„Það yrði mjög gaman, flottur leikvangur og væri gaman að spila úrslitaleik þar. Fá leik um að komast í umspil um að komast upp í A-deildina."

Ísland er sem stendur í þriðja sæti en það sæti er umspil um að halda sér í B-deildinni.

Býst við hörkuleik í Svartfjallalandi
Ísland æfir á Alicante svæðinu á Spáni áður en haldið verður til Svartfjallalands annað kvöld.

„Það er allt til fyrirmyndar hérna. Völlurinn geggjaður, maturinn góður og hótelið mjög fínt. Það er mjög flott að vera mættur hér. Ég hef aldrei komið til Svartfjallalands og veit ekki alveg við hverju má búast en það verður gaman að koma á völlinn þar," segir Willum sem býst við hörkuleik í Svartfjallalandi.

„Þeir ætla sér örugglega að gera betur en þeir gerðu á Íslandi og ég býst bara við hörkuleik."

Flestir í íslenska landsliðshópnum skelltu sér í golf í gær en Willum var ekki einn af þeim.

„Ég er lítið í golfinu, einn af fáum í hópnum sem er ekki í því. Ég hef aldrei byrjað í golfi og er mjög lélegur í golfi. Kannski byrjar maður einhvern tímann en ég hef ekkert gaman að því núna," segir Willum.
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner
banner