Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, hefur bætt Bjarna Mark Antonssyni í hóp liðsins sem mætir Svíþjóð og Eistlandi í vináttuleikjum á Algarve í janúar.
Um er að ræða leiki sem spilaðir verða utan landsleikjaglugga.
Um er að ræða leiki sem spilaðir verða utan landsleikjaglugga.
Ísland mætir Eistlandi 8. janúar og Svíþjóð 12. janúar. Báðir leikirnir fara fram á Algarve í Portúgal.
Bjarni Mark, sem er 27 ára leikmaður Start, hefur leikið tvo leiki með A karla, báðir í janúar 2020, og voru þeir gegn Kanada og El Salvador.
Hér má sjá landsliðshópinn
Athugasemdir