Ruben Amorim, stjóri Manchester United, er búinn að ræða við hollenska framherjann Joshua Zirkzee eftir að hafa skipt honum af velli í fyrri hálfleik í 2-0 tapinu gegn Newcastle United fyrir áramót.
Portúgalinn tók þá erfiðu ákvörðun að taka Zirkzee af velli sem fór ekki vel í Hollendinginn.
Stuðningsmenn United bauluðu á Zirkzee sem gekk tári næst af velli og inn í búningsklefann.
Framherjinn hefur engan veginn tekist að finna sig hjá United síðan hann kom frá Bologna í sumar og er líklegast að hann verði látinn fara í þessum mánuði.
Amorim segist hafa verið niðurbrotinn yfir því að hafa þurft að taka hann af velli.
„Josh er ótrúlega góður strákur og við munum styðja hann áfram. Það var ótrúlega erfitt fyrir mig að gera þetta, en ég ræddi við Josh því það var mikilvægt að koma þessum skilaboðum áleiðis. Við þurftum að taka Josh af velli fyrir liðið,“ sagði Amorim.
Zirkzee er með þrjú deildarmörk í nítján leikjum á þessu tímabili.
Athugasemdir