Knattspyrnudeild Völsungs hefur skotið fyrstu nýársbombunni með því að kynna Elvar Baldvinsson sem kemur aftur til félagsins frá Vestra.
Elvar er 27 ára gamall og uppalinn í Völsungi en hefur spilað síðustu tvö tímabil á Ísafirði.
Á dögunum yfirgaf hann Vestra og kom ekkert annað til greina en að fara aftur heim á Húsavík.
Hann á 155 leiki og 34 mörk í deild- og bikar með Völsurum og mun bæta við þá tölfræði í sumar en Völsungur mun spila í Lengjudeildinni.
Völsungur fékk annan mann heim undir lok árs er Elfar Árni Aðalsteinsson snéri aftur eftir þrettán ára fjarveru og verður gaman að sjá hvernig hópurinn mun líta út þegar mótið fer af stað í vor.
Athugasemdir