Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mið 01. janúar 2025 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Gæti komið Barcelona í veruleg vandræði
Mynd: EPA
Spænski leikmaðurinn Dani Olmo gæti komið Börsungum í veruleg vandræði ef hann ákveður að fara frá félaginu í þessum glugga, þó það virðist þó ólíklegt í augnablikinu. Mundo Deportivo greinir frá.

Olmo gekk til liðs við Barcelona frá RB Leipzig síðasta sumar en samningurinn sem hann gerði við Börsunga var með ákvæði sem er að koma í bakið á félaginu í dag.

Barcelona hefur ítrekað reynt að skrá hann í hópinn fyrir seinni hluta tímabilsins en fengið neitun.

Í samningnum kemur fram að ef Barcelona tekst ekki að skrá hann í hópinn er honum frjálst að yfirgefa félagið frítt, en Manchester City er sagt fylgjast náið með stöðunni.

Mundo Deportivo segir að ef hann ákveður að fara þá mun það hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Börsunga sem myndu þurfa að greiða honum laun til 2030 og greiða Leipzig 48 milljóna evra kaupverðið.

Í augnablikinu er allt í góðu á milli Barcelona og Olmo, en hann birti nýársmynd af sér og kærustu sinni með lyndistáknum sem vísa í Barcelona-litina, en það getur þó breyst ef félagið getur ekki skráð hann í hópinn.

Yfirlýsingar Barcelona og La Liga stangast á en Börsungar segjast hafa lagt fram formlega beiðni um að skrá Olmo í hópinn á meðan La Liga neitar því og segir Barcelona ekki hafa sýnt fram á gögn sem sanna það að félagið farið eftir fjárhagsreglum deildarinnar og skráð hann í hópinn fyrir 2. janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner