Trent Alexander-Arnold er á leið til Real Madrid frá Liverpool en þetta segir spænski miðillinn Marca.
Englendingurinn mun skrifa undir samning við Real Madrid á næstu dögum og segir Marca að allt sé að verða klappað og klárt í þeim málum.
Hann mun gera langtímasamning við spænska stórveldið og ganga í raðir félagsins á frjálsri sölu frá uppeldisfélaginu.
Real Madrid gerði tilraun í að reyna kaupa hann í þessum glugga en Liverpool hafnaði þeirri beiðni. Jamie Carragher hjá Sky Sports segir það hafa verið auma tilraun hjá Trent til þess að líta betur út þegar hann svo yfirgefur félagið frítt.
Alexander-Arnold er 26 ára gamall og gegnir hlutverki varafyrirliði hjá Liverpool.
Fichajes segir Alexander-Arnold ekki eina leikmanninn sem Real Madrid vill fá frá Liverpool en félagið hefur einnig mikinn áhuga á argentínska miðjumanninum Alexis Mac Allister.
Mac Allister er í frábæru formi með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool er ekki tilbúið að hlusta á tilboð undir 80 milljónum punda.
Liverpool er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og var fyrsta liðið til að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Frábær frammistaða liðsins hefur þó einnig sína ókosti eins og sést því það er erfitt að halda leikmönnum þegar félag eins og Real Madrid bankar á dyrnar.
Athugasemdir