Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   mið 01. janúar 2025 14:15
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Guðrúnar semur við Man City
Mynd: Man City
Þýska fótboltakonan Rebecca Knaak er í gengin í raðir Manchester City frá sænska stórliðinu Rosengård en þetta eru fyrstu kaup enska félagsins í janúarglugganum.

Knaak er 28 ára gömul og spilar stöðu varnarmanns en hún átti magnað tímabil með Rosengård sem slátraði deildinni með því að vinna 25 af 26 leikjum liðsins.

Hún skoraði ellefu mörk fyrir Rosengård og var ein af bestu leikmönnum liðsins á leiktíðinni.

Þýska fótboltakonan gerir eins og hálfs árs samning við Man City sem er í öðru sæti WSL-deildarinnar sex stigum á eftir toppliði Chelsea.

„Það er spennandi að vera mætt hingað. WSL deildin er sú besta í heiminum og þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég heyrði af áhuga Man City. Þetta er svo stórt tækifæri og vildi ég ólm stökkva á það,“ sagði Knaak.

Guðrún var liðsfélagi Knaak í Rosengård en það verður gaman að sjá hvað hún gerir á næstunni. Báðar voru tilnefndar sem varnarmenn ársins í sænsku deildinni en Knaak hafði betur í þeirri baráttu.


Athugasemdir
banner
banner
banner