Fyrsti slúðurpakki ársins er mættur. Liverpool kemur mikið fyrir en félagið er sagt opið fyrir því að selja úrúgvæska framherjann Darwin Nunez.
Juventus og Napoli hafa bæði áhuga á Joshua Zirkzee (23), framherja Manchester United. (Mail)
Manchester United hefur enga peninga til þess að bæta hópinn í janúar og þyrfti að selja leikmenn fyrst áður en það fjárfestir vegna fjárhagsreglna deildarinnar. (MEN)
Það er búist við því að egypski vængmaðurinn Mohamed Salah (32) og hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk (33) framlengi báðir samninga sína við Liverpool til tveggja ára. (David Ornstein)
Liverpool er opið fyrir því að selja úrúgvæska framherjann Darwin Nunez (25) og vilja fá Marcus Thuram (27), framherja Inter og franska landsliðsins eða Alexander Isak (25), framherja Newcastle og sænska landsliðsins í staðinn. (Teamtalk)
Liverpool gæti þá farið í baráttu við Manchester United um ungverska vinstri bakvörðinn Milos Kerkez (21), sem er á mála hjá Bournemouth. (CaughtOffside)
Wolves er að íhuga að leggja fram tilboð í Japhet Tanganga (25), varnarmann Millwall í janúar. (Express)
Nottingham Forest er vongott um að framlengja samning nígeríska bakvarðarins Ola Aina (28), sem er einnig á blaði hjá Manchester City. (Football Insider)
Real Madrid hefur áhuga á Dean Huijsen (21), varnarmanni Bournemouth og spænska U21 árs landsliðsins. (Fichajes)
Arsenal, Chelsea, LIverpool og Tottenham eru komin í baráttu við Manchester United og Manchester City um Dani Olmo (26), leikmann Barcelona og spænska landsliðsins. (Mundo Deportivo)
Barcelona gæti lagt fram lánstilboð í Christopher Nkunku (27), leikmann Chelsea og franska landsliðsins, ef félaginu tekst ekki að skrá Olmo í hópinn fyrir seinni hluta tímabilsins. (CaughtOffside)
Olmo vill hins vegar vera áfram hjá Barcelona þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir um framtíð hans. (Fabrizio Romano)
Bayern München er með nokkra markverði á lista fyrir sumargluggann, þar á meðal Bart Verbruggen (22), markvörð Brighton og hollenska landsliðsins. (Bild)
Chelsea er opið fyrir því að selja Cesare Casadei (21), miðjumann liðsins, en ítalska félagið Torino er sagt áhugasamt. (Talksport)
Athugasemdir