Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 30. janúar 2021 15:44
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Blikar skoruðu þrjú gegn FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 1 FH
0-1 Steven Lennon
1-1 Brynjólfur Andersen Willumsson
2-1 Jason Daði Svanþórsson
3-1 Brynjólfur Andersen Willumsson

Breiðablik er komið í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins eftir góðan 3-1 sigur gegn FH í dag.

Steven Lennon kom FH yfir í fyrri hálfleik en Brynjólfur Andersen Willumsson jafnaði áður en Jason Daði Svanþórsson, sem er nýkominn frá Aftureldingu, kom Blikum yfir.

Staðan var 2-1 í leikhlé og innsiglaði Brynjólfur sigurinn með frábæru marki í síðari hálfleik.

Blikar mæta því Skagamönnum í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins annað árið í röð. ÍA rústaði Blikum í úrslitaleiknum í fyrra og vann 5-2 þökk sé þrennu frá Tryggva Hrafni Haraldssyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner