Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 30. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Líklegt byrjunarlið Íslands - Sú markahæsta í vörninni?
Icelandair
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Amanda Andradóttir fara hér yfir málin með Söndru Maríu Jessen.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og Amanda Andradóttir fara hér yfir málin með Söndru Maríu Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla, fyrirliði, og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Glódís Perla, fyrirliði, og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frá æfingu í dag.
Frá æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland mætir Austurríki á morgun.
Ísland mætir Austurríki á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenska landsliðið tók í morgun sína síðustu æfingu fyrir leikinn gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Ried á morgun. Stelpurnar æfðu ekki á keppnisvellinum í Ried en tóku þess í stað æfingu á flottu æfingasvæði í Salzburg.

Leikurinn gegn Austurríki á morgun er afar mikilvægur. Bæði lið eru með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlinum en Þýskaland er með fullt hús stiga. Tvö efstu lið riðilsins fara á EM.

Stærsti hausverkur landsliðsþjálfarans fyrir leikinn á morgun er líklega hver eigi að spila vinstri bakvörðinn en Sædís Rún Heiðarsdóttir er frá vegna meiðsla. Við spáum því að Sandra María Jessen muni spila þá stöðu á morgun.

En eins og landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, sagði á dögunum þá er það synd að spila henni í þeirri stöðu þó hún geti leyst hana.

„Ég hef notað Söndru Maríu (Jessen) í vinstri bakverði en það er ekki draumastaða akkúrat í dag miðað við það hvernig hún er að spila í deildinni," sagði Steini en Sandra María er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar með tíu mörk. Hún hefur byrjað mótið ótrúlega vel en hún spilar sem sóknarmaður hjá Þór/KA. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Steini leysir þetta á morgun.



Við spáum því einnig að Guðný Árnadóttir muni koma inn í liðið og leysa hægri bakvörðinn. Guðrún Arnardóttir hefur spilað þá stöðu í síðustu leikjum en Guðný þekkir hægri bakvarðarstöðuna mun betur.

Miðan verði sú sama og í síðasta leik gegn Þýskalandi og sóknin einnig. Möguleiki er samt sem áður að Hlín Eiríksdóttir verði út á kanti og Sveindís Jane Jónsdóttir verði fremsti maður liðsins.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net. Hann verður einnig sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner