Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 30. maí 2024 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Emilía lýsir sér sem leikmanni - „Ég fylgist með henni mikið"
Icelandair
Emelía á æfingu í dag.
Emelía á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vivianne Miedema er algjör markamaskína.
Vivianne Miedema er algjör markamaskína.
Mynd: Getty Images
Er í sínu fyrsta landsliðsverkefni með Íslandi.
Er í sínu fyrsta landsliðsverkefni með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er núna í sínu fyrsta verkefni með íslenska landsliðinu en liðið mætir Austurríki í undankeppni EM á morgun.

Emilía, sem er 19 ára, er efnilegur sóknarmaður sem á íslenskan föður og danska móður. Hún á marga leiki að baki í yngri flokkum hér á landi með Breiðabliki, Stjörnunni og Val. Hún lék þá einn leik með Augnabliki í Lengjudeildinni sumarið 2020 þegar hún var 15 ára.

Í viðtali við Fótbolta.net í var hún beðin um að lýsa sér sem leikmanni.

„Ég geri alltaf mitt besta í hverjum leik og ég reyni alltaf að hjálpa liðinu eins mikið og ég get, sama í hvaða hlutverki það er. Ég er mjög ákveðin í teignum og ég vil alltaf vinna," segir Emelía en hún elskar að skora mörk. Hún er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar með tíu mörk í 17 leikjum.

„Það er skemmtilegt, það er ein leið til að hjálpa liðinu. Það er mjög gaman þegar boltinn endar í markinu."

Spurð út í fyrirmyndina sína í fótboltanum þá nefnir hún hollensku markamaskínuna Vivianne Miedema, sem hefur leikið með Arsenal síðustu árin.

„Mér finnst mjög gaman að fylgjast með Vivianne Miedema, sóknarmanni Arsenal. Hún er geggjaður leikmaður og mjög róleg á boltanum. Ég fylgist með henni mikið," segir Emilía.

Það er náttúrulega markmiðið
Emilía hefur leikið með Nordsjælland, toppliði dönsku deildarinnar, síðustu árin og er að eiga sitt besta tímabil núna.

„Ég horfi á tímabilið sem mjög skemmtilegt og gott fyrir mig. Mér finnst ég hafa tekið næsta skref og ég hef sýnt fleira fólki hvað ég get sem leikmaður. Ég sé líka fullt af hlutum sem ég get bætt mig í og það er geggjað að taka með," segir Emilía en hún stefnir á að komast enn hærra á næstu árum.

„Vonandi. Það er náttúrulega markmiðið, að bæta sig og fara á nýja staði þar sem ég get bætt mig enn meira. En núna er ég mjög ánægð hjá Nordsjælland."
Útskýrir af hverju hún valdi Ísland - „Brosti bara í bílnum"
Athugasemdir
banner
banner