Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Myndir frá æfingum Íslands - „Maður þarf alltaf að 'blasta' þessum hátalara"
Icelandair
Það er líf og fjör.
Það er líf og fjör.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína með hátalarann.
Karólína með hátalarann.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það er óhætt að segja að það sé líf og fjör í kringum íslenska landsliðsið hér í Salzburg í Austurríki. Liðið er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik gegn heimakonum í undankeppni Evrópumótsins á morgun.

Þrátt fyrir að mikið sé undir á morgun, þá er létt og skemmtileg stemning yfir hópnum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hélt á stórum hátalara þegar liðið mætti inn á æfingasvæðið í Salzburg í morgun. Vangaveltur með Herra Hnetusmjör var spilað hátt og svo var farið beint yfir í Prada með Raye.

„Það er alltaf mjög góð stemning í þessum hóp. Mikið af frábærum stelpum og góðum persónuleikum. Það er alltaf gaman hjá okkur," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, við Fótbolta.net í dag.

En var hún að stjórna lagavalinu?

„Ég var að stjórna í gær en ég held að Ingibjörg hafi verið að stjórna núna. Við erum að skiptast á," sagði Glódís.

Karólína Lea tók undir með Glódísi að það væri býsna góð stemning í hópnum. „Við erum allar mjög nánar og það er alltaf gaman að koma saman. Maður þarf alltaf að 'blasta' þessum hátalara í hvert skipti sem við löbbum hérna fram hjá. Ég reyni að forðast að sjá um lagavalið. Það eru alltaf einhver skipti en ég er alltaf mjög sátt með tónlistina," sagði Karólína og brosti.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma en á eftir birtast viðtöl við Glódísi, Karólínu og Sveindísi Jane Jónsdóttur hér á síðunni.

Með þessari frétt er hægt að sjá myndir sem undirritaður hefur tekið á æfingum Íslands hér í Salzburg í dag og í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner